KIA Gullhringurinn

Afhending keppnisgagna

Keppnisgögn fyrir KIA Gullhringinn verða afhent frá klukkan 12:00 til 18:00 föstudaginn 30. ágúst. Afhendingin fer fram í nýja KIA salnum Krókháls 13.

Kia Gullhringurinn
Kia Gullhringurinn

Keppnisgögn fyrir KIA Gullhringinn verða afhent frá klukkan 12:00 til 18:00 föstudaginn 30. ágúst. Afhendingin fer fram í nýja KIA salnum Krókháls 13. Allir skráðir keppendur frá svo tölvupóst með öllum helstu upplýsingum sama dag og skráningu lýkur miðvikudagskvöldið 28. ágúst 2019 kl 23:59

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta og ein vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli.

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Competiz sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

Deildu þessari grein:

Fáðu keppnisblaðið beint!

Gakktu í hóp fríðan flokk af fólki sem fær nýjustu fréttir af keppninni ásamt skemmtilegum tengdum greinum og molum varðandi hjólreiðar á Íslandi og víðar.

© KIA Gullhringurinn 2012 - 2020
Website by: Gasfabrik