KIA Gullhringurinn

Keppnisreglur KIA Gullhringsins

Þessar reglur er settar með öryggi keppenda fyrst og fremst að leiðarljósi. Vinsamlega lesið reglurnar vel og virðið þær þegar í keppnina er komið.

Almennar Reglur HRÍ

Í öllum vegalengdum og flokkum KIA Gullhringsins gilda kaflar 3.4 til og með 7.1 í reglum Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ), að öllum köflum þar á milli meðtöldum.

Að auki gilda eftirfarandi reglur til viðbótar eða víkja til hliðar reglum HRÍ:

 • A. Allir keppendur verða að hafa rautt ljós að aftan. Búnaður verður kannaður rásmarkinu. Keppendur, sem ekki eru með ljósabúnað, fá 1 mínútu bætt við niðurstöðu sína sem refsitíma.
 • B. Fylgdarbílar eru bannaðir.
 • C. Keppnisradíó eru bönnuð.
 • D. Bannað er að henda rusli frá sér í keppninni.

Dómarar með UCI-réttindi munu dæma keppnina.

Helstu atriði sem keppendur ættu sérstaklega að kynna sér úr reglum HRÍ:

 • 1. Þátttaka er á ábyrgð keppenda.
 • 2. Þar sem keppnin er haldin á vegum sem opnir eru fyrir almennri umferð skulu þátttakendur fylgja almennum umferðalögum í hvívetna, t.d. þegar bílum er mætt eða þegar hjólað er út á akbraut, og sýna annarri umferð tillitssemi.
 • 3. Hjóla skal hægra megin við miðlínu á malbiki (miðlínuregla).
  • a) Þar sem ekki sést miðlína gildir ekki miðlínuregla (en umferðalög gilda engu að síður áfram). Þeir staðir þar sem miðlínuregla gildir ekki verða sérstaklega merktir.
  • b) Frekari upplýsingar um undantekningar frá miðlínureglu má finna í brautarlýsingu.
 • 4. Bannað er að stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inn á hana á sama stað og hann yfirgaf hana.
 • 5. Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.
 • 6. Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á þeim (ef til staðar), svo sem standari, bögglaberi, bretti eða annað slíkt, sé vel fest, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur. Bremsur, framan og aftan, verða að vera í lagi. Stýrisendar verða að vera lokaðir.
 • 7. Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir. Öll hjól eru leyfð en TT gjarðir (plötugjarðir) eru bannaðar.
 • 8. Keppandi sem veldur truflun á keppni með því að hindra eða stofna í hættu öðrum keppanda (t.d. í endaspretti) dæmist úr leik. Ber þar helst að nefna skyndilegar hraða- og stefnubreytingar í hóp hjólara.
 • 9. Í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hendi á stýrinu. Dómari getur áminnt keppanda, dæmt keppanda aftast í hóp eða dæmt keppanda úr keppni, eftir alvarleika brotsins.
 • 10. Keppandi sem fer yfir marklínu má ekki bremsa niður fyrr en 50 metrum eftir hana og þá skal hann fara út í vegkant eða út af veginum áður hann stöðvast alveg. Ekki má vera stopp á miðjum veginum eftir marklínu. Alls ekki má hjóla til baka að marki, nema í vegkanti og þá einungis mjög hægt.
 • 11. Bannað er að nýta sér skjól af farartækjum.
 • 12. Það má einungis nýta sér skjól af keppendum í sama ráshópi (vera í kjölsogi / drafta). Ráshópar eru:
  • a) A Flokkur Gullhringur
  • b) B flokkur Silfurhringur fyrsta holl
  • c) B flokkur Silfurhringur annað holl
  • d) B flokkur Silfurhringur þriðja holl
  • e) B flokkur Silfurhringur fjórða holl
  • f) C flokkur Bronz hringur
 • 13. Brot á reglum: a. Þátttakandi sem fer ekki eftir ofangreindum reglum verður dæmdur úr keppni, ef annað er ekki tekið fram í tiltekinni reglu. b. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að stöðva í ræsingu hvern þann sem ekki fylgir þessum reglum.

Almennar öryggisreglur í Umferð

 • Ekki taka fram úr öðrum keppendum nema öllum sé óhætt!
 • Keppendum sem nema staðar ber að færa sig strax út í vegakant.
 • Keppendum sem hætta í keppni, er bent á að færa hjólið út fyrir vegakant en þó helst þannig að það sé sýnilegt fyrir þjónustubíla.

Í 10. gr. umferðalaga segir: “Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til.”

Þegar hjólreiðamenn hafa lokið keppni er ekki leyfilegt að hjóla aftur út á brautina, né að hjóla í gegnum markið (og yfir tímatökubúnaðinn) nema í einu sinni í byrjun og einu sinni í lokin.

Keppendur verða að kynna sér brautarlýsingu ítarlega fyrir keppni.

Almenn tilmæli

Treyst er á heiðarleika, samvisku og besta framferði keppenda, sérstaklega þegar kemur að almennu öryggi keppenda, starfsmanna og áhorfanda.

Birt með fyrirvara um breytingar

Ef það eru einhverjar spurningar, endilega hafið samband.

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Competiz sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

Sponsor KIA
Sponsor Tag Heuer
Sponsor Fontana
Sponsor Garmin
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers

Fáðu keppnisblaðið beint!

Gakktu í hóp fríðan flokk af fólki sem fær nýjustu fréttir af keppninni ásamt skemmtilegum tengdum greinum og molum varðandi hjólreiðar á Íslandi og víðar.

© KIA Gullhringurinn 2012 - 2019
Website by: Gasfabrik